Margrét Erla Maack býður uppáhalds-skemmtikröftum sínum í þeysireið um Ísland allt árið 2020 og verður sýningin haldin mánaðarlega á Gauknum í kringum fullt tungl og annars staðar í kringum þær dagsetningar. Sýningin er bönnuð innan 20 ára og hentar ekki þeim sem hræðast undur mannslíkamans. Hún hentar einstaklega vel fólki sem tekur lífinu létt, en fíflagangi grafalvarlega. Miðaverð er 2900 krónur í forsölu, 3900 við hurð.

 

Miðasala á sýningarnar hefst þegar ljóst er að við megum skemmta okkur saman á ný, eftir samkomubann.

Fullt tungl og Búkalú í Pride-vikunni! Sirkus, boylesque, side show, brjálæði og Búkalú! Sýningin hefst kl. 22.

6. ÁGÚST:
GAUKURINN, REYKJAVÍK

Síðast þegar við fórum til Borgarness ætlaði þakið gjörsamlega af húsinu. Söguloftið hentar einstaklega vel fyrir Búkalú. Nálægðin við áhorfendur skapar eitraða stemmingu. Sýningin hefst kl. 21.

29. ÁGÚST:
SÖGULOFTIÐ, BORGARNES

Fyrsta gróðurhúsa-burlesque-sýning landsins! Kabarett og kynusli, burlesque, boylesque og BÚKALÚ! Sýning hefst kl. 21:00.  

4. SEPT:
FRIÐHEIMAR, REYKHOLT

Spennandi og eftirminnilegir tímar. Við áttum að vera á einum stað, sem þurfti að hætta við en við erum að vinna í að finna stað!

7. ÁGÚST:
STAÐSETNING ÓÁKVEÐIN

Fullt tungl og Búkalú á sínum heimaslóðum á Gauknum. Sýningin hefst kl. 22.

2. SEPT:
GAUKURINN, REYKJAVIK

Græni hatturinn Hentar einstaklega vel fyrir kabatettstemmingu. Við hlökkum gríðarlega til að fara aftur norður. Epísk sýning á epískasta skemmtistað Akureyrar! (Myndin er samt tekin á Siglufirði, en Tom Harlow, sem er á á myndinni, verður með í sýningunni). Sýningin hefst kl. 21.

27. ÁGÚST:
GRÆNI HATTURINN, AKUREYRI

Aftur í Borgarnesi, þvi það er svo gaman! Söguloftið hentar einstaklega vel fyrir Búkalú. Nálægðin við áhorfendur skapar eitraða stemmingu. Sýningin hefst kl. 21.

3. SEPT:
SÖGULOFTIÐ, BORGARNES

Fleiri dagsetningar og staðir koma inn síðar.
More dates and venues added later.